27.6.2009 | 03:11
Borgið.
Jæja þá er okkur borgið. Ég ætlaði reyndar að bíða af mér þessa hrinu út af Icesave röflinu og öllu því, en það er allt útlit fyrir það að þá sé ég hættur að miðla af vísdómi mínum. Þetta ætlar engan endi að taka. En nú eru bjartari tímar framundan. Búið að ráða nýjan seðlabankastjóra og aðstoðarseðla- bankastjóra. Þetta eru reyndar hagfræðingar. Greyin. Ég hélt óvart, að til þess að geta orðið banka- stjóri þyrfti maður að hafa eitthvert, þó ekki væri nema lítið, vit á peningum. En svona miskilur maður hlutina alveg út í gegn, og þess vegna er kannski ábyrgðarhluti af manni að vera að reyna að skilja eitthvað í þessu.
Ég hef helst af öllu, viljað kenna allt of menntuðu hyski í röðum okkar íslendinga, um ófarir okkar. Sem dæmi, þá leyfði ég mér að halda því fram, í hópi fólks, að við ættum í það að minsta kosti fimm ef ekki sex menntaða hagfræðinga. Ekki að furða, þó hér væri all komið til helv. En blessað bankahrunið sem að ég beið lengi eftir, hefir upplýst okkur um það að þeir eru talsvert fleyrri. Allaveganna fimmtíu, ef ekki hundrað. Og allir hafa þeir sýna skoðun á málinu. Bæði aðdragandanum og afleiðingunum af þessu löngu fyrirséða ástandi sem að við erum í nú. Að vísu voru þeir örfáir, sem að sáu þetta fyrir. Og voru einfaldlega afgreiddir sem fábjánar, bæði af ráðamönnum og pressunni. Það hlýtur að vera vandasamt að vera hagfræðingur. Verða passa sig á þvi, að hafa alls ekki sömu skoðun á málinu og aðrir hagfræðingar. Þá halda menn að verið sé að gera annara manna skoðannir að sýnum.
Það væri laglegur fjandi ef að pípulagningamenn þessa lands, þyrftu að vinna eftir þessu fyrirkomu- lagi. Þá væri einfaldlega ekki hiti eða vatn í einu einasta húsi. Ef menn geta ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig á að framkvæma hlutina, þá eru hlutirnir óframkvæmanlegir.
Það sýndi sig að við eigum aldeilis nóg af hagfræðingum. Þeir spruttu upp allstaðar í kring um mann, án þess að maður hefði hugmynd um að þessi eða hinn væri hagfræðingur. Tveir eða þrír unnu í bönkum, og aðrir höfðu pólitísk heljartök á háskólunum og þar af leiðandi vinnu þar. Svo voru þeir sem voru ráðgjafar ráðamanna. Gjammandi og geltandi, enda látnir hætta og fátt fyrir þá annað að gera en að setjast á þing. Svo sem best. Þar hlustar enginn á þá. Þá voru það þessir sem fyrir einhvern miskilning, höfðu ekki fengið vinnu í faginu þrátt fyrir gríðarlegan skort á hagfræðingum. Eða svo heyrist manni þegar að rætt er við háskólamenn. Kokkur á netabát, vinnandi á malbikunnarvélum og svo framvegis.
Á hverjum fjandanum ætli hagfræðingar hafi annars vit. Þeir vita mest lítið um peninga, en kunna þó að lesa launaseðilinn sinn. Mér er tjáð af bakarameistara einum, að þeir séu lítt nothæfir til kökugerðar. Og ég þurfti eitt sinn að borða mat hjá einum þeirra í þó svolítinn tíma. En ekki var það víðtæk upplifun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 02:21
Mála skrattann á vegg.
Nú er ég búinn að leita að þessari mynd af mér í heila viku, hérna í tölvugarminnum. Hélt reyndar að ég hefði fundið hana og copyeraði, en síðan hef ég ekki séð hana meir. Einn ágætur maður bauðst til þess að útvega mér mynd sem hann ætti af mér, en myndin sú er víst með þeim vanköntum að ég sný baki í myndavélina og er að vökva blómin út í guðsgrænni náttúrunni. Maður yrði sjálfsagt kærður fyrir náttúruspjöll, ef hún yrði látin duga sem forsíðumynd, og hjálpar sjálfsagt ekkert í baráttunni fyrir forsetisráðherrastól eða seðlabankastjóra embætti.
Skemmtileg frétt í sjónvarpinu í gær. Málarameistararnir fá enga til þess að hanga í penslunum hjá sér. Af hverju skyldi það vera. Getur verið að nú ætli hrægammarnir að fara að borga eftir, handónýtum kjarasamningunum. Sjö hundruð og tuttugu krónum á tímann. Þannig að mánaðarlaunin geri rösk sextíu og fimm prósent að atvinnuleysisbótunum. Ótrúlegt að menn skuli ekki hlaupa upp á milli handa og fóta og bíða í löngum röðum eftir þeim kjörum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 17:16
Bloggbjálfi.
Kæru lærisveinar.
Ástæðan fyrir því, að ég gerist nú bloggbjálfi er sú að mér skilst að allir mínir vinir og kunningjar séu orðnir verulega þreyttir á pólitísku röflinu í mér. Og þar sem ég hef nú hreint ekki, hugsað mér að hætta því að miðla öðrum af vísdómi mínum sé ég mig tilneyddan til þess að hella úr skálum reiði minnar hér á þessum síðum. Með því móti kemst ég líka hjá því, að hlusta á þvaðrið í öðrum þeim er þykjast hafa eitthvert vit á því sem ég hef að segja. Nema að menn fari að gerast svo ósvífnir að svara mér, en því reikna ég ekki með, að óreyndu. Enda verður það að teljast seinni tíma vandamál, í bili að minnsta kosti. Mitt aðal vandamál í þessum töluðu orðum er hinsvegar það, að mér skilst að einhverstaðar í tölvugarganiu sé til mynd af mér. Og sem bærilega athyglissjúk persóna verð ég að hafa mynd af sjálfum mér eins og allir hinir. Ég verð að viðurkenna það, þó svo að það sé mér alveg þvert um geð, að ég var bara að læra að fara inná bloggið í gær. Þannig er mál með vexti að ég var staddur á fundi með hóp af fólki. Þar var maður einn að hrósa konu í hópnum fyrir skemmtilegt blogg. Og ég var spurður að því í þrígang hvort ég hefði lesið þetta eða hitt bloggið. Ég hef nokkrum sinnum lesið blogg á síðum mbl.is, en alltaf þegar að ég hef ætlað að kíkja á það aftur er það farið og eitthvað nýtt komið inn. Hef aldrei skilið tæknilegu leiðina við þetta allt saman, en var því tekinn í kennslustund. Og nú er ég hér. Bara að finna fotografíuna og svoget ég byrjað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gylfi Símonarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar