Bloggbjálfi.

Kæru lærisveinar.

Ástæðan fyrir því, að ég gerist nú bloggbjálfi er sú að mér skilst að allir mínir vinir og kunningjar séu orðnir verulega þreyttir á pólitísku röflinu í mér. Og þar sem ég hef nú hreint ekki, hugsað mér að hætta því að miðla öðrum af vísdómi mínum sé ég mig tilneyddan til þess að hella úr skálum reiði minnar hér á þessum síðum. Með því móti kemst ég líka hjá því, að hlusta á þvaðrið í öðrum þeim er þykjast hafa eitthvert vit á því sem ég hef að segja. Nema að menn fari að gerast svo ósvífnir að svara mér, en því reikna ég ekki með, að óreyndu. Enda verður það að teljast seinni tíma vandamál, í bili að minnsta kosti. Mitt aðal vandamál í þessum töluðu orðum er hinsvegar það, að mér skilst að einhverstaðar í tölvugarganiu sé til mynd af mér. Og sem bærilega athyglissjúk persóna verð ég að hafa mynd af sjálfum mér eins og allir hinir. Ég verð að viðurkenna það, þó svo að það sé mér alveg þvert um geð, að ég var bara að læra að fara inná bloggið í gær. Þannig er mál með vexti að ég var staddur á fundi með hóp af fólki. Þar var maður einn að hrósa konu í hópnum fyrir skemmtilegt blogg. Og ég var spurður að því í þrígang hvort ég hefði lesið þetta eða hitt bloggið. Ég hef nokkrum sinnum lesið blogg á síðum mbl.is, en alltaf þegar að ég hef ætlað að kíkja á það aftur er það farið og eitthvað nýtt komið inn. Hef aldrei skilið tæknilegu leiðina við þetta allt saman, en var því tekinn í kennslustund. Og nú er ég hér. Bara að finna fotografíuna og svoget ég byrjað.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Vel komin aftur Gylfi,alltaf gott að fá mann sem veit allt betur en allir aðrir,HA HA HA,að eigin sögn allavega,bíð spenntur eftir næsta góða blogginu þína, kær kveðja konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 24.5.2009 kl. 17:33

2 identicon

Nú er orðið þess virði að lesa blogg úr því að þú ert farinn að blogga. Satt segir þú að þú stundir pólitískt röfl en það er röfl sem á fullt erindi inn á hvert heimili. Ég ætti að geta reddað þér góðri mynd en sú sem á haldbæra núna gengur sennilega ekki því þú snýrð baki í ljósmyndarann og ert þar að auki að míga í guðsgrænni náttúrunni. Ég held að þú eigir ekki eftir að lenda í neinum vandræðum með tæknihliðina því það eru ófáir bloggarar sem eru nokkuð virkir en virðast þó ekki hafa meira vit í kollinum en miðlungsstór síld.

Kári Waage (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gylfi Símonarson

Höfundur

Gylfi Símonarson
Gylfi Símonarson
Maður sem veit allt mikið betur en allir aðrir, og ef það er eitthvað sem hann veit ekki þá er ekki nokkur ástæða til þess að vita það.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband